Stal verkjalyfjum af afa sínum

Ben Higgins var háður verkjalyfjum í fjögur ár.
Ben Higgins var háður verkjalyfjum í fjögur ár. Skjáskot/Instagram

Bachelor-stjarnan Ben Higgins opnað sig nýlega um erfitt tímabil í lífi sínu þegar hann var háður fíkniefnum í bæði framhalds- og háskóla. 

Í spjalli á Facebook síðunni Addiction Talk á miðvikudag talaði hann um hvernig hann var háður uppáskrifuðum verkjalyfjum eftir að hann fór í hnéaðgerð sem unglingur. 

„Þegar ég var ungur, á öðru ári í framhaldsskóla, gerðum við tilraunir, við fundum lyf eins og Tramadol, og við tókum helling af þeim. En síðan hættum við því. Þetta var ekkert hluti af lífi mínu þá, það var ekki fyrr en seinna,“ sagði Higgins.

Higgins æfði fótbolta með fótboltaliði skólans síns og þegar hann var um 17 ára aldurinn meiddist hann á hné og þurfti að fara í aðgerð. Eftir aðgerðina komst hann að því að hann myndi ekki geta stundað íþróttir eins og áður. 

„Það var ákveðinn tímapunktur í mínu lífi, þegar ég var að uppgötva hver ég væri, og hluturinn sem skilgreindi mig var tekinn í burtu. Ég átti þá þegar erfitt með að skilgreina mig og þegar ég tók lyfin þá man ég eftir að þau deyfðu mig í smá stund, og þegar ég var í vímu hvarf þunglyndið í huga mínum, og ég hugsaði ekki um það, ég fann bara að ég var deyfður, og fann frið inni í mér, svo ég tók bara lyfin til að hætta að finna tilfinningalegu verkina inni í mér. Það var byrjunin,“ sagði Higgins. 

Á þeim tíma sagði hann engum hvað var í gangi og talaði alls ekki um tilfinningar sínar við neinn. Foreldra hans grunaði ekki neitt, því lyfin voru uppáskrifuð af lækni, en hann var í vímu mestallan sólarhringinn og tók verkjalyf stanslaust yfir daginn. 

Hann var með verkjalyf uppáskrifuð af lækni í um 9 mánuði samfleytt og engan grunaði neitt. Hann segist hafa átt samtal við foreldra sína reglulega þar sem hann sagði þeim að hann þyrfti á lyfjunum að halda vegna verkja en þau grunaði ekki að um alvarlegt vandamál væri að ræða. 

Þegar hann hafði ekki lengur uppáskrifuð lyf frá lækni fór hann stanslaust að hugsa um hvernig hann fengi næstu pillu. 

„Síðan kom síðasti dagurinn: ég stal verkjalyfjum af afa mínum, og ég man eftir þessu augnabliki. Ég vissi hvað ég væri að gera, og ég man eftir að hafa gengið út frá honum hugsaði hver ég væri eiginlega orðinn og af hverju ég væri að þessu. Ég væri að taka pillur af manneskju sem ég elskaði og sem þurfti raunverulega á þeim að halda. Ég hugsaði að ég þyrfti að takast á við þetta,“ sagði Higgins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.