Eru enn að vinna úr Eurovision

Dansararnir Ástrós Guðjónsdóttir og  Sólbjört Sigurðardóttir, sem helst eru þekktar fyrir frammistöðu sína með hljómsveitinni Hatara, segjast enn vera að vinna úr því sem þær gengu í gegnum með hljómsveitinni á Eurovision í Ísrael árið 2019. Sólbjört segir þversagnarkennt að ekki megi blanda pólitík í keppnina, eins og Hatari gerði.

„Glimmerið og það sem sást var ekki það sem var í gangi á bak við tjöldin,“ segir Ástrós. Þær Sólbjört eru gestir í nýjasta þætti Dagmála.

Heimildarmynd um ferlið var gefin út nýverið en hún ber heitið A Song Called Hate. Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstýrði myndinni. Sólbjört segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndina og rifja ferlið upp.  

„Við erum enn þá að vinna úr þessu. Í fyrsta skipti um daginn byrjuðum við að tala um þetta eins og við gætum talað um að þetta hafi gerst. Þetta er svolítið óraunverulegt enn þá stundum,“ segir Ástrós.

Hatari komst á heimskortið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, ekki bara fyrir óvenjulega Eurovision-lagið „Hatrið mun sigra“, heldur einnig fyrir að nýta dagskrárvaldið með pólitískum hætti þegar hljómsveitin dró upp borða með fánalitum Palestínu í beinni útsendingu við stigagjöf. Pólitík er með öllu óheimil í keppninni og það segir Sólbjört kaldhæðnislegt.

„Það að það megi ekki draga pólitík inn í þessa keppni er bara pólitískt. Það er svo mikil þversögn í því,“ segir Sólbjört.

Eftir atvikið fengu þær Ástrós fjölda hatursfullra skilaboða. Símanúmerin þeirra fóru í dreifingu og fengu þær í um mánuð eftir keppnina símtöl frá fólki sem var ósátt við framkomu Hatara. Þær segjast þó báðar hafa fundið fyrir miklum stuðningi í garð hljómsveitarinnar eftir uppákomuna.

Hér má finna viðtalið við Sólbjörtu og Ástrós í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson