Skilnaður í kortunum hjá tígriskónginum?

Þættirnir um Joseph „Joe Exotic“ Maldonado, tígrana hans og ævintýri …
Þættirnir um Joseph „Joe Exotic“ Maldonado, tígrana hans og ævintýri þeirra hafa slegið rækilega í gegn á Netflix. AFP

Hjónaband tígriskóngsins Joes Exotic og eiginmanns hans Dillons Passage stendur á brauðfótum. Passage greindi frá skilnaðaráformum sínum á Instagram um helgina. Exotic, sem er aðalstjarna netflixþáttanna Tiger King, vill hins vegar ekki skilnað. 

„Svarið við spurningunni er já, við Joe erum að sækja um skilnað,“ skrifaði Passage á Instagram. Passage sagði að ákvörðunin hefði verið erfið en staðan sem þeir eru í væri hvorki sanngjörn fyrir hann né eiginmann hans. Hann sagði engin leiðindi í málinu og hann myndi halda áfram að vera til staðar fyrir stjörnuna. 

Exotic, sem afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, er ekki á því að skilja. Eftir yfirlýsingu Passage um helgina töluðu hjónin saman að því er fram kemur á vef TMZ. Er þar vísað í tölvupóst sem Exotic sendi lögmanni sínum. Sagði hann þá Passage ætla að bíða með að skilja. Exotic vill vera giftur áfram. 

Mennirnir gengu í hjónaband í lok árs 2017. Níu mánuðum eftir fyrstu kynni var Exotic handtekinn og hafa þeir ekki verið saman síðan þá. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.