Fyrrverandi óskaði prinsinum til hamingju

Loðvík prins af Lúxemborg er trúlofaður Scarlett-Lauren Sirgue.
Loðvík prins af Lúxemborg er trúlofaður Scarlett-Lauren Sirgue. Skjáskot/Instagram

Loðvík prins af Lúxemborg trúlofaðist franska lögfræðingnum Scarlett-Lauren Sirgue á dögunum. Fyrrverandi eiginkona hans, Tessy Anthony, var greinilega mjög ánægð með nýja ráðahaginn og óskaði þeim innilega til hamingju á Instagram. 

Loðvík prins og Tessy voru gift frá 2006 til 2019 og eiga tvo syni saman, prinsana Gabríel og Nóa. 

Foreldrar Loðvíks, Hinrik erkihertogi af Lúxemborg og María Teresa erkihertogaynja, tilkynntu trúlofunina í formlegri tilkynningu í gær. „Það gleður okkur að tilkynna að sonur okkar Loðvík prins er trúlofaður fröken Scarlett-Lauren Sirgue,“ sagði í tilkynningunni. 

Með fylgdi mynd af hinu nýtrúlofaða pari og mynd af þeim með foreldrum Loðvíks. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.