Rándýr lífsstíll fyrrverandi að sliga De Niro

Robert De Niro hefur lækkað framfærslueyrinn sem hann greiðir til …
Robert De Niro hefur lækkað framfærslueyrinn sem hann greiðir til fyrrverandi eiginkonu sinnar Grace Hightower. AFP

Stórleikarinn Robert De Niro er ósáttur við hversu mikið hann þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni Grace Hightower í framfærslueyri. Lögmenn hans segja hann þurfa að vinna baki brotnu sex daga vikunnar til að eiga fyrir greiðslunum sem renna til Hightower. 

„Herra De Niro er 77 ára gamall og þótt hann elski vinnuna sína á hann ekki að þurfa að vinna jafn mikið og hann gerir núna,“ sagði Caroline Krauss, lögmaður De Niros, við dómara á Manhattan í síðustu viku. 

De Niro sótti um skilnað við Hightower árið 2018 eftir 21 árs hjónaband. Hann hefur greitt henni framfærslueyri síðan þá en skilnaðurinn er ekki enn genginn formlega í gegn. Upphaflega greiddi hann henni 375 þúsund bandaríkjadali á mánuði en hefur lækkað greiðslurnar niður í 100 þúsund dali á mánuði. 

Þau hafa deilt um framfærslueyrinn allt frá því hann sótti um skilnað en þau gerðu með sér kaupmála árið 2004. Samkvæmt honum þarf De Niro að greiða henni nægilega háar fjárhæðir til að halda lífsgæðum sínum sem hún naut þegar þau voru gift.

Lögmaður De Niros segir hann nú þegar skulda skattinum háar fjárhæðir vegna tveggja mynda hans sem eru enn á framleiðslustigi. Þá hafa tekjur hans einnig minnkað í heimsfaraldrinum.  

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.