4.000 manns án grímu á Brit-verðlaununum

Söngkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem tilnefnd eru til …
Söngkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem tilnefnd eru til Brit-verðlaunanna. AFP

Fjögur þúsund gestir verða á Brit-verðlaunahátíðinni sem fer fram 11. maí næstkomandi. Gestirnir munu ekki þurfa að bera andlitsgrímu og ekki halda tveimur metrum á milli sín en þurfa að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf fyrir hátíðina. 

Hátíðin er liður í tilraunastarfsemi breskra stjórnvalda um hvernig megi halda fjölmenna viðburði eftir heimsfaraldurinn. Brit-verðlaunin eru nýjasta viðbótin við tilraunaverkefnið en í því eru meðal annars úrslitin í FA-bikarnum. 

Þá munu næturklúbbar í Liverpool einnig taka á móti 3.000 manns kvöldin 30. apríl og 1. maí en 2. maí verður haldinn 5.000 manna viðburður í borginni. 

Á úrslitaleik FA-bikarsins, sem fer fram 15. maí, verða leyfðir 21.000 áhorfendur. 

2.500 miðar á Brit-verðlaunin fá framlínustarfsmenn í London endurgjaldslaust. 1.500 miðar fara til þeirra sem eru tilnefndir, fjölskyldna þeirra og umboðsmanna. Gestir á Brit-verðlaunahátíðinni þurfa að fara í kórónuveirupróf eftir hátíðina. 

Hátíðin verður haldin í O2-höllinni í London en hún tekur rúmlega 20.000 manns. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.