4.000 manns án grímu á Brit-verðlaununum

Söngkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem tilnefnd eru til …
Söngkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem tilnefnd eru til Brit-verðlaunanna. AFP

Fjögur þúsund gestir verða á Brit-verðlaunahátíðinni sem fer fram 11. maí næstkomandi. Gestirnir munu ekki þurfa að bera andlitsgrímu og ekki halda tveimur metrum á milli sín en þurfa að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf fyrir hátíðina. 

Hátíðin er liður í tilraunastarfsemi breskra stjórnvalda um hvernig megi halda fjölmenna viðburði eftir heimsfaraldurinn. Brit-verðlaunin eru nýjasta viðbótin við tilraunaverkefnið en í því eru meðal annars úrslitin í FA-bikarnum. 

Þá munu næturklúbbar í Liverpool einnig taka á móti 3.000 manns kvöldin 30. apríl og 1. maí en 2. maí verður haldinn 5.000 manna viðburður í borginni. 

Á úrslitaleik FA-bikarsins, sem fer fram 15. maí, verða leyfðir 21.000 áhorfendur. 

2.500 miðar á Brit-verðlaunin fá framlínustarfsmenn í London endurgjaldslaust. 1.500 miðar fara til þeirra sem eru tilnefndir, fjölskyldna þeirra og umboðsmanna. Gestir á Brit-verðlaunahátíðinni þurfa að fara í kórónuveirupróf eftir hátíðina. 

Hátíðin verður haldin í O2-höllinni í London en hún tekur rúmlega 20.000 manns. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes