Ekki lófatak þegar Brynjar var bólusettur

Brynjar Níelsson var bólusettur í dag.
Brynjar Níelsson var bólusettur í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðsflokksins, var bólusettur í dag. Brynjar greinir frá tíðindunum á facebooksíðu sinni og segist ekki hafa orðið var við áberandi lófaklapp eða fögnuð þegar hann gekk inn í bólusetningarsalinn. Það kom honum þó ekki á óvart. 

„Í dag var ég leiddur eins og rolla í rétt í bólusetningu. Allt til fyrirmyndar í því. Ég varð ekki var við áberandi lófaklapp eða fögnuð þegar ég gekk í salinn, sem kom svo sem ekkert á óvart. Hitti í Höllinni nánast allan árganginn sem var með mér í barnaskóla og menntaskóla. Leið eins og ég væri kominn í reunion án áfengis. Skólafélagarnir gömlu lofuðu allir að kjósa mig næst, líka vinstri róttæklingarnir úr MH,“ skrifar Brynjar. 

8.000 manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag og gera má ráð fyrir að fjöldi bólusettra á landsvísu sé kominn vel yfir 100.000. Árgangar 1961 og eldri fengu boð í dag en Brynjar fæddist árið 1960.

Hann spurði konuna sem bólusetti hann um hugsanlegr afleiðingar og aukaverkanir. „Hún sagði ekki óalgengt að menn væru með óráði fyrsta sólarhringinn eftir sprautu en bætti við að það yrði kannski ekki mikil breyting fyrir mig,“ skrifar Brynjar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.