Skýrsla FBI um andlát Kurts Cobains opinberuð

Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um Kurt Cobain var gerð opinber …
Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um Kurt Cobain var gerð opinber í apríl. AFP

Bandaríska alríkislögreglan FBI opinberaði skýrslu sína um andlát tónlistarmannsins Kurts Cobains í apríl síðastliðnum. Þetta er í fyrsta skipti sem skýrslan er opin almenningi en FBI gaf ekki út tilkynningu þar um. 

Skýrslur um háttsett fólk, stjórnmálamenn eða listafólk, eru reglulega gerðar opinberar. 

Skýrsla Cobains telur tíu síður. Í henni er að finna tvö bréf þar sem búið er að afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Í bréfunum er alríkislögreglan hvött til að rannsaka andlát Cobains, sem lést hinn 5. apríl 1994, sem morð en ekki sjálfsvíg. 

„Milljónir aðdáenda um heim allan myndu vilja fá alla þá hluti sem stangast á í kringum andlát hans á hreint,“ segir í öðru bréfinu sem barst alríkislögreglunni í september 2003. 

Hitt bréfið er líka frá nafnlausum sendanda og barst FBI árið 2007. „Lögreglan sem fór fyrir rannsókninni á sínum tíma kannaði aldrei alvarlega möguleikann á því að þetta hefði verið morð og rannsakaði þetta sem sjálfsvíg frá upphafi. [...] Það truflar mig mest því þá er banamaður hans enn þarna úti,“ skrifaði sendandinn. 

Í skýrslunni um Cobain eru stöðluð svör við bréfunum frá FBI. 

Rolling Stone

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson