Drottningin syrgir hvolpinn Fergus

Elísabet II Bretadrottning syrgir nú hvolpinn Fergus sem hélt á …
Elísabet II Bretadrottning syrgir nú hvolpinn Fergus sem hélt á vit feðra sinna aðeins 5 mánaða gamall. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning syrgir nú hvolpinn Fergus sem hélt á vit feðra sinna nýlega. Fergus var aðeins fimm mánaða gamall. Hvolpinn fékk hún að gjöf á meðan eiginmaður hennar, Filippus hertogi af Edinborg, lá inni á spítala. Filippus lést hinn 9. apríl síðastliðinn. 

„Drottningin er algjörlega niðurbrotin. Allir hafa miklar áhyggjur þar sem þetta skeði svo stuttu eftir fráfall eiginmanns hennar,“ sagði heimildamaður The Sun í Windsor-kastala. 

Elísabet fékk tvo hvolpa af tegundinni dorgi, þá Muick og Fergus, að gjöf frá syni sínum Andrési í febrúar. Gaf hann henni hvolpana til að gleðja hana á erfiðum tímum. Drottningin hafði fundið huggun í því að fara í göngu með hvolpana tvo flesta daga í hallargörðum Windsor-kastala eftir fráfall Filippusar. 

Drottningin er forfallinn aðdáandi corgi- og dorgi-hunda og hefur átt fjölda hunda í gegnum árin. Fergus heitinn nefndi hún eftir frænda sínum Fergus Bowes-Lyon sem lést í fyrri heimsstyrjöldinni.

Muick, sem enn er á lífi, heitir eftir vatni við Balmoral-kastala í Skotlandi. Auk Muicks á hún eldri hund einnig af tegundinni dorgi og heitir hann Candy. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson