Sagði kynningarnar ekki pólitíska pistla

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.

Skorað var á Gísla Martein Baldursson á samfélagsmiðlinum Twitter úr ýmsum áttum, um að nefna ástandið á Gaza-svæðinu og meðferð Ísraela á Palestínumönnum, áður en komið var að atriði Ísraels í Eurovision í kvöld.

Gísli svaraði fyrr í dag þessum áskorunum með þeim hætti að kynningar hans á lögunum væru ekki pólitískir pistlar, heldur ættu fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar.

„En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum,“ bætti hann við.

Fjallar ekki um Palestínumenn

Úr varð svo að Gísli skaut nokkuð fast á Ísraelsmenn í kynningu sinni þar sem hann lét eftirfarandi orð falla: 

„Öfugt við það sem marg­ir vafa­laust telja fjall­ar lagið „Set me free“ ekki um þá Palestínu­menn sem eru fang­ar í eig­in landi í land­töku­byggð Ísra­ela held­ur er þetta klass­ískt ástar­lag. Við fáum hér eld­vörp­ur og sprengj­ur en með áber­andi minni hætti en áður hjá Ísra­els­mönn­um; hugs­an­lega eru þeir upp­tekn­ir við að beina sprengj­un­um í aðrar átt­ir þessa dag­ana.“

Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á Twitter áður en keppnin hófst: 

Hér má svo heyra kynningu Gísla Marteins:

Nokkur fjöldi fólks fagnaði þessu framtaki í kjölfarið:

Misjafnar skoðanir voru svo um lagið sjálft:

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.