Maðurinn með „fullkomna andlitið“ varð fyrir líkamsárás

Jimmy Featherstone hefur eytt milljónum í andlitslýtaaðgerðir
Jimmy Featherstone hefur eytt milljónum í andlitslýtaaðgerðir Skjáskot/Youtube

Maður sem þykir nauðalíkur Ken, fyrrverandi eiginmanni Barbie, fékk að kenna á því fyrir það eitt að vera með „fullkomið andlit“ í Bretlandi. Jimmy Featherstone var staddur ásamt vinum sínum á bar í fiskiþorpinu Hull í Bretlandi á dögunum þegar hörundsárir fautar réðust á hann og brutu eitt dýrasta andlit Bretlandseyja.

Hinn 22 ára Jimmy Featherstone hefur hins vegar ekki alltaf verið líkur Ken. Featherstone er nefnilega mikill aðdáandi lýtaaðgerða og aðdáun hans á Ken hefur varla farið framhjá neinum þorpsbúa í fiskibænum Hull. Í dag er hann með brotið nef og orðinn líkari Hulk en Ken.

Jimmy Featherstone með brotið nef
Jimmy Featherstone með brotið nef Skjáskot/Facebook

Featherstone, sem eyðir að jafnaði 1,5 milljónum á ári í lýtaaðgerðir, fór á barinn með vinum sínum til að fagna því að hann kæmi fram í sjónvarpsþáttunum Hooked on the Look á næstunni. Nú segir hann að það muni ekki ganga því fautarnir eyðilögðu „fullkomna andlitið mitt“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.