Á stjörnutvífara í Los Angeles

Brynhildur Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Ariana Grande (t.h.) eru tvífarar.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Ariana Grande (t.h.) eru tvífarar.

Tiktok-stjarnan Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði, bæði á Tiktok og á Instagram en hún er með yfir 1,2 milljónir fylgjenda á Tiktok.

Smartlandi barst ábending um að andlit Brynhildar væri ansi kunnulegt og að hún ætti sér án efa tvífara í stjörnuheiminum. 

Brynhildur er sögð með eindæmum lík söngkonunni Ariönu Grande sem hefur heillað heimsbyggðina með sínum einstaka söng á undanförnum árum. 

Grande til vinstri og Brynhildur til hægri.
Grande til vinstri og Brynhildur til hægri.
mbl.is