Hætti með unnustu sinni til að vinna í sjálfum sér

Liam Payne er að vinna í sjálfum sér.
Liam Payne er að vinna í sjálfum sér. AFP

One Directi­on-stjarn­an Liam Payne er hættur með unnustu sinni, fyrirsætunni Mayu Henry sem er 21 árs. Parið byrjaði saman árið 2018 og trúlofaði sig síðasta sumar. Payne sem er 27 ára segist þurfa að vinna í sjálfum sér. 

Payne staðfesti sambandsslitin í hlaðvarpsþættinum Diary of a CEO. Hann er þreyttur á því að særa annað fólk. „Það pirrar mig. Ég hef ekki verið góður í samböndum,“ sagði Payne sem þekkir mynstrið sitt núna. Stjarnan fór inn í síðasta samband á slæmum stað. Hann var vandamálið en ekki unnusta hans, hann kunni illa við sig. Í hlaðvarpsþættinum segist hann vera á betri stað nú þegar hann er ekki í sambandinu. Niðurstaðan var best fyrir þau bæði. 

Parið fyrrverandi sást fyrst sam­an í ág­úst árið 2018, aðeins nokkr­um mánuðum eft­ir að Payne hætti í sam­bandi með Cheryl Cole. Payne og Cole eiga son­inn Bear sem er fjögurra ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.