Segir Opruh spila með Harry

Harry og Meghan eru flutt til Bandaríkjanna.
Harry og Meghan eru flutt til Bandaríkjanna. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, ræddi við þáttastjórnanda 60 mínútna í Ástralíu á dögunum. Hann sagði meðal annars fjölmiðlakonuna Opruh Winfrey nýta sér Harry tengdason sinn. Markle hefur ekki talað við dóttur sína síðan hún gekk í hjónaband með Harry Bretaprinsi. 

Í viðtalinu lýsti Markle yfir þeirri skoðun sinni að Oprah Winfrey notfærði sér stöðu Harrys og Meghan. „Eina manneskjan sem fær eitthvað út úr þessu er Oprah Winfrey,“ sagði Markle. Hann sagði að svo virtist sem Oprah reyndi að mjólka Harry og Meghan.

Markle minntist á þættina The Me You Can't See á Apple TV þar sem Harry opnaði sig um andlega líðan sína og gagnrýndi uppeldið sem hann fékk. Markle sagði Opruh hagnast mikið á efninu. „Ég held að Harry sé settur í aðstæður þar sem hann segir ýmislegt sem hann mun aldrei geta tekið til baka [...] Ég er ekki að ráðast á Opruh en ég held að Oprah sé að nýta sér Harry.“

Thomas Markle er hættur að reyna að ná í dóttur sína. Hann hefur ekki talað við hana síðan tveimur dögum fyrir brúðkaup Harrys og Meghan. Hann er að bíða eftir að þau hafi samband við sig. Hann hafði hins vegar samband við teymi Opruh og bað um að fá að segja sína sögu. Hann fékk ekki svar. 

Harry og Meghan fóru í viðtal til Opruh Winfrey í …
Harry og Meghan fóru í viðtal til Opruh Winfrey í mars. AFP

Markle vonast til þess að fá að hitta dóttur sína og barnabörn. Ef samskiptaleysið er honum að kenna biður hann dóttur sína að útskýra af hverju og hvernig hann getur lagað það. „Ég reyni að laga það,“ sagði Thomas í þættinum. 

Faðir Meghan, sem er bandarískur, átti að leiða dóttur sína upp að altarinu þegar hún gekk í hjónaband með Harry árið 2018. Hann gerði hins vegar samning við götuljósmyndara rétt fyrir brúðkaupið sem borguðu honum fyrir uppstilltar myndatökur. Rétt fyrir brúðkaupið fékk hann hjartaáfall og komst ekki yfir hafið. Síðan þá hefur hann komið reglulega fram í fjölmiðlum og fengið borgað fyrir. 

Í spilaranum hér að neðan má horfa á viðtalið við Thomas Markle.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.