Studdi Harry og Meghan áfram með „dágóðri summu“

Samkvæmt ársreikningi Karls Bretaprins greiddi hann 4,5 milljónir punda til …
Samkvæmt ársreikningi Karls Bretaprins greiddi hann 4,5 milljónir punda til Harry og Meghan á síðasta ári, eða sem nemur um 770 milljónum króna. AFP

Karl Bretaprins hélt áfram að styðja Harry, son sinn, og eiginkonu hans, Meghan Markle, með „dágóðri summu“ eftir að þau sögðu sig frá konunglegum skyldum í upphafi síðasta árs. Þetta kemur fram í ársreikningi prinsins af Wales sem var nýverið birtur. Þar kemur fram að Harry fékk fjármagn frá föður sínum fram á mitt sumar í fyrra. 

Harry sagði í viðtali við Opruh Winfrey sem birtist í mars á þessu ári að konungsfjölskyldan hefði slitið á öll fjárhagsleg tengsl á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Líkt og kunnugt er sögðu Harry og Meghan sig frá öllum konunglegum skyldum í upphafi árs 2020 og tók það gildi í byrjun apríl 2020. 

Harry og Meghan þvertaka fyrir að hafa sagt ósatt og segja tímalínuna einfaldlega rangtúlkaða. Í viðtalinu hafi Harry átt við fyrsta ársfjórðung fjárhagsárs, það er frá apríl til júlí, og því hafi hann sagt satt og rétt frá. 

Meghan Markle og Harry Bretaprins sögðu sig frá öllum konunglegum …
Meghan Markle og Harry Bretaprins sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum í upphafi árs 2020. AFP

Konungsfjölskyldan kostaði breska skattgreiðendur 87,5 milljónir punda á síðasta starfsári, eða sem nemur tæpum 15 milljörðum króna, sem er um 18 milljón pundum meira en árið þar á undan. 

Samkvæmt ársreikningi Karls Bretaprins greiddi hann 4,5 milljónir punda til Harrys og Meghan á síðasta ári, eða sem nemur um 770 milljónum króna. Greiðslurnar hættu þegar leið á sumarið. 

Hvað sem deilum um tímalínu líður eru Harry og Meghan fjárhagslega sjálfstæð í dag og gott betur því hjónin hafa til að mynda gert samninga við Netflix og Spotify fyrir margar milljónir punda. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson