Sá umdeildi í hjónabandserfiðleikum

Scooter Braun.
Scooter Braun. AFP

Umboðsmaðurinn umdeildi Scooter Braun og eiginkona hans til sjö ára, Yael Cohen Braun, eru skilin að borði og sæng. Formlegur skilnaður er ekki á dagskrá eins og er en þau ætla engu að síður að taka sér hvíld hvort frá öðru. 

„Þau eru hætt saman,“ sagði heimildarmaður E!. „Þau búa enn saman en ætla að taka sér hvíld hvort frá öðru og Scooter flytur fljótlega út. Þrátt fyrir að þau séu að skilja að borði og sæng eru þau ekki með áætlanir um að skilja. Það er allt í góðu á milli þeirra og þau eru náin. Börnin eru það mikilvægasta sem þau eiga og þau eru í forgangi.“

„Þau elska enn hvort annað. Þau voru í Montecito með börnunum og fjölskyldunni í síðustu viku og voru eins og fjölskylda,“ sagði heimildarmaður. Annað fólk er ekki í spilinu. 

Braun er þekktur fyrir að vera umboðsmaður stærstu stjarna í heimi og uppgötvaði meðal annars Justin Bieber. Samstarf hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift endaði reyndar illa. Swift sakaði Braun um að selja réttinn að tónlist hennar án hennar vitundar.

Tónlistarkonan Taylor Swift var lengi ósátt við Braun.
Tónlistarkonan Taylor Swift var lengi ósátt við Braun. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.