Aron Can á Innipúkanum

Innipúkinn fer fram í Reykjavík í ár.
Innipúkinn fer fram í Reykjavík í ár. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Aron Can, Ásta, BSÍ, Good Moon Deer, Karitas og sideproject bætast við dagskrá Innipúkans árið 2021 en tónlistarhátíðin fer fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina eins og hefð er fyrir. 

Margir vinsælustu tónlistarmenn landsins koma fram á hátíðinni í ár og má þar nefna Bjartar sveiflur, Bríeti, Emmsjé Gauta, Flona, GDRN, Hipsumaps, Mammút, Reykjavíkurdætur og Teit Magnússon. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar munu Birgitta Haukdal og hljómsveitin Moses Hightower leiða saman hesta sína og koma fram saman í fyrsta skipti.

„For­svars­menn Inni­púk­ans eru afar stolt­ir af fjörbreyttri dag­skrá Inni­púk­ans í ár og bjart­sýnir á að það tak­ist að halda hátíðina með pomp og prakt. Hætta þurfti við hátíðina með eins dags fyr­ir­vara í fyrra vegna Covid,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Inni­púk­inn fær­ir sig af Grand­an­um, þar sem hátíðin hef­ur verið hald­in síðustu ár, og yfir á Ing­ólfs­stræti. Aðal­tón­leika­dag­skrá­in fer að sjálf­sögðu fram inn­an­dyra, í Gamla bíói og á efri hæð Rönt­gen. Á svæðinu verður sann­kölluð hátíðarstemn­ing alla helg­ina enda verður nóg um að vera á göt­unni fyr­ir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálf­um. Boðið verður upp á fjöl­breytta tón­leika­dag­skrá föstu­dags-, laug­ar­dags- og sunnu­dags­kvöld, 30. júlí-1. ág­úst.

Á úti­svæðinu má gera fyr­ir gam­al­reynd­um púka-dag­skrárliðum á borð við ár­leg­an lista- og fata­markað, ásamt plötu­snúðum og veit­inga­sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson