140 kíló af skötu á skötumessu

Skötumessa fer fram í Garði í kvöld.
Skötumessa fer fram í Garði í kvöld. Mbl.is/Guðni Einarsson

140 kíló af skötu verða í pottinum á Skötumessu sem fer fram í Garði í Suðurnesjabæ í kvöld. Skötumessan er nú haldin í 15. skipti og hafa hátt í 500 manns boðað komu sína. Ásmundur Friðriksson alþingismaður segir mikla spennu ríkja fyrir kvöldinu en í öllu verði farið að með gát vegna kórónuveirunnar. 

Hefð er fyrir því að veislan sé á þeim degi vikunnar næst Þorláksmessu á sumri, sem er jafnan 20. júlí.

Það verður ekki bara skata á boðstólum heldur líka saltfiskur og plokkfiskur, um 40 kíló af hvoru að sögn Ásmundar. Samkoman fer fram í Gerðaskóla og hefst klukkan 19. Tilgangur messunnar, fyrir utan að borða kæsta skötu oftar en á Þorláksmessu, er að styrkja þau sem standa höllum fæti eftir kórónuveirufaraldurinn. 

Alls hafa safnast styrkir fyrir tæpar sjö milljónir króna og gestir eiga eftir að borga sig inn. Aðgöngumiði á hátíðina kostar 5.000 krónur og best þykir að greiða fyrir fram á reikningsnúmerið 0142-05-70506 með kennitölunni 580711-0650. Helstu bakhjarlar Skötumessu eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær og Algalí.

Fjöldi listamanna mun skemmta gestum á skötumessunni en Þórólfur Þorsteinsson og Baldvin Arason leika á harmóníkur, Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, syngur og félagarnir Davíð Guðmundsson og Óskars Ívarsson taka lagið. Ræðumaður kvöldsins verður Óttar Guðmundsson geðlæknir. 

Karen Guðmarsdóttir mun einnig stíga á svið auk Jarls Sigurðssonar sem stýrir fjöldasöng.  Rúnar Þór og hljómsveit leika svo nokkur lög í lokin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.