Grateful Dead-ábreiðuhljómsveit sögð hafa valdið hópsmiti

Hópsmit varð á tónleikum í Kaliforníuríki
Hópsmit varð á tónleikum í Kaliforníuríki Ljósmynd/Sharon McCutcheon

Um miðjan júlí hélt hljómsveitin Grateful Shred tónleika í Santa Cruz-sýslu í Kaliforníuríki þar sem talið er að orðið hafi hópsmit. Smitið má rekja til hljómsveitarinnar en meðlimir hennar og fylgdarlið greindust með veiruna eftir tónleikana. 

Grateful Shred er svokölluð ábreiðuhljómsveit og spilar hún aðeins tónlist sem er samin af bandarísku rokkhljómsveitinni Grateful Dead. Ábreiðuhljómsveitin sendi frá sér fréttatilkynningu í kjölfar hópsmitsins: „Líkt og mörg ykkar hafa heyrt þá hafa fjölmargir greinst með Covid eftir að hafa mætt á tónleika hjá okkur í Kaliforníuríki um liðna helgi. Næstum allir meðlimir hljómsveitarinnar og fylgdarliðs eru smitaðir. Þau eru nú heima hjá sér að ná bata með fjölskyldum sínum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Vefmiðillinn People staðfestir að fjöldi smita hafi verið staðfestur hjá tónleikagestum og starfsfólki tónleikanna. Yfirvöld í Santa Cruz-sýslu eru með málið til rannsóknar. „Atvikið barst nýlega á borð til okkar og rakningarteymi á okkar vegum vinnur að málinu. Rakningin er hafin en hún er ekki komin nógu langt á veg til að við getum áttað okkur á umfangi hópsmitsins,“ segir Jason Hoppin, rakningarstjóri Santa Cruz. Eins og staðan er núna gæti þetta hópsmit leitt til þess að almenningur hugsi sig tvisvar um áður en hann fer á ábreiðutónleika.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson