Hefur enga löngun í að leika eftir Grey's Anatomy

Ellen Pompeo er ekki viss um að hún vilji halda …
Ellen Pompeo er ekki viss um að hún vilji halda áfram að leika eftir að Grey's Anatomy lýkur. AFP

Leikkonan Ellen Pompeo, sem túlkað hefur lækninn Meredith Grey í Grey's Anatomy undanfarin 16 ár, segist ekki hafa mikla löngun til að halda áfram að leika eftir að þáttunum lýkur. Hún segist þó ekki munu neita öllum tilboðum en hefur áhuga á frumkvöðlastarfsemi. 

„Ég er ekki að segja að ég muni aldrei leika aftur, en ég er ekki mjög spennt fyrir að halda áfram með feril minn. Ég er meira í frumkvöðlahugleiðingum um þessar mundir. Ég er spennt fyrir því að fara að fjárfesta í fyrirtækjum og stofna fyrirtæki. Það er kimi sem mig langar að kanna og ég er spennt fyrir að nota heilann á annan hátt,“ sagði Pompeo í samtali við Lauru Brown í hlaðvarpsþætti þeirrar síðar nefndu. 

„Þótt ég sé ekki búin að vera í milljón mismunandi hlutverkum, þá finnst mér ég hafa verið það. Að sitja í hjólhýsum, ferðast um, taka upp í Atlanta, taka upp í Vancouver. Ég hef engan áhuga á að sitja í hjólhýsi klukkan ellefu um kvöld og bíða eftir því að taka upp senu og vera sagt hvenær ég á að borða hádegismat. Það er fyrir þá sem eru ungir í hjarta. Það er fyrir unga fólkið,“ sagði Pompeo. 

Greint var frá því í vor að þættirnir myndu snúa aftur í haust og mun 18. serían fara í loftið 30. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson