Við þurfum að halda áfram að vera með læti

„Mér finnst svo mikilvægt að muna að við megum ekki sofna á verðinum, við verðum að halda áfram þessari baráttu,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans og aðgerðasinni í hinseginmálefnum, þegar rætt er um fordóma sem birtast okkur í samtímanum. „Maður er oft einhvern veginn svo fljótur í það að hugsa bara já núna er þetta bara komið, við erum búnar að skila okkar framlagi og samfélagið er bara búið að samþykja okkur öll einhvern veginn.“

Oft geta fordómar virst ósýnilegir og koma ekki fram fyrr en einhver ögrar eða fer út fyrir normið. Ingileif segir einnig mikilvægt að hafa í huga að reynsla hvers og eins innan hinseginsamfélagsins sé einstök.

„Auðvitað er svo minn hjúpur allt annar en þeirra sem eru kannski intersex eða þeirra sem eru trans eða tilheyra öðrum hópum hinseginsamfélagsins. Þannig að til þess að kjarna það erum við alveg búin að færast nokkur skref áfram en það eru ennþá nokkur skref sem á eftir að taka,“ segir Ingileif.

Ingileif segir að Ísland eigi enn svolítið í land með að vera fremst í flokki í réttindamálum hinseginsamfélagsins. Margir telji að við séum efst á lista en annað kemur í ljós þegar nánar er að gáð. „Árlega er búið til regnbogakort af ILGA-samtökunum sem fara yfir réttindi fólks í öllum löndum í Evrópu og um allan heim en við erum ekki efst á lista þar því miður. Við eigum ennþá svolítið í land með ákveðna lagasetningu og það eru ákveðin réttindi sem við þurfum að klára til að vera komin þangað sem við viljum vera,“ segir Ingileif.

Því sé mikilvægt að vera vakandi og halda áfram að láta í sér heyrast. „Þannig að já, það eru ennþá ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og þurfum að halda áfram að vera með læti, því ef við sofnum á verðinum þá er líka svo auðveldlega hægt að kippa af okkur þeim réttindum sem við höfum nú þegar unnið okkur, eins og maður sér víða um heiminn.“

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má horfa á viðtalið við Ingi­leif Friðriks­dótt­ur í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes