Ýjar að framhjáhaldi á nýju plötunni

Í texta við lagið Hurricane af plötunni Donda ýjar Kanye …
Í texta við lagið Hurricane af plötunni Donda ýjar Kanye West að því að hann hafi haldið framhjá Kim Kardashian eftir að þau eignuðust sitt annað barn. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist ýja að því að því á nýrri plötu sinni að hann hafi verið ótrúr Kim Kardashian eftir að þau eignuðust annað barn sitt. Nýjasta plata Wests, Donda, kom út á sunnudag og hefur verið í sviðsljósinu síðan. 

„Here I go actin' too rich / Here I go with a new chick / And I know what the truth is / Still playin' after two kids / It's a lot to digest when your life always movin',“ rappar West í laginu Hurricane. Lausleg þýðing á versinu væri að hann hafi verið með nýrri konu, sannleikurinn væri sá að hann væri enn að leika sér eftir tvö börn, það sé mikið að melta þegar maður sé alltaf á hreyfingu. 

Heimildarmaður People segir textann vera játningu West á öllu því sem úrskeiðis hefur farið og afsökunarbeiðni hans. Page Six hefur það hins vegar eftir fjölda heimildarmanna að hann sé að segja satt í laginu, hann hafi haldið fram hjá henni. Enn fremur staðfesti heimildarmaður Page Six að nýja konan sé ekki fyrirsætan Irina Shayk. 

West hefur sjálfur ekki tjáð sig um textann. 

Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar á þessu ári eftir tæplega 7 ára hjónaband. Þau eiga fjögur börn saman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.