Kóngafólkið minnist Filippusar í heimildarmynd

Filippusar hertoga af Edinborg verður minnst í heimildamynd á BBC …
Filippusar hertoga af Edinborg verður minnst í heimildamynd á BBC í september. AFP

Breska konungsfjölskyldan mun heiðra minningu Filippusar hertoga af Edingborg í heimildamynd sem sýnd verður í breska ríkisútvarpinu, BBC, síðar í september. 

Öll systkinin, Karl Bretaprins, Anna prinsessa, Andrés Bretaprins og Játvarður Bretaprins munu koma fram í heimildarmyndinni og rifja upp minningar um föður sinn. Börn þeirra munu einnig koma fram. 

Heimildamyndin átti upphaflega að fjalla um ævi prinsins og vera sýnd á 100 ára afmæli hans. Prinsinn lést hins vegar 99 ára gamall hinn 9. apríl síðastliðinn. 

Viðtölin eru tekin bæði fyrir og eftir andlát hans. 

BBC hefur einnig fengið aðgang að einkasafni Elísabetar II Bretadrottningar fyrir heimildarmyndina svo áður óséð brot úr lífi fjölskyldunnar munu sjást í myndinni. Drottningin er hins vegar ekki ein af viðmælendum í myndinni. 

Heimildamyndin verður sýnd hinn 22. september og er klukkustundar löng.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson