Búinn að finna ástina aftur

Jonah Hill er kominn með nýja kærustu.
Jonah Hill er kominn með nýja kærustu. AFP

Leikarinn Jonah Hill er kominn með nýja kærustu. Hin heppna er brimbrettakennari og heitir Sarah Brady. Hill staðfesti sambandið með því að birta mynd af þeim saman á Instagram-síðu sinni á dögunum. 

„Þakklátur fyrir þig,“ skrifaði Hill og birti mynd af þeim saman. Leikarinn hefur hingað til haldið einkalífinu út af fyrir sig og ekki deilt því á samfélagsmiðlum. Brady hefur hins vegar deilt myndum af Hill að því fram kemur á vef E!.  

Ekki er ljóst hvenær Superbad-stjarnan og Brady byrjuðu að hittast. Hinn 37 ára gamli Hill var trúlofaður Gi­önnu Santos en í október í fyrra fréttist af sambandssliti þeirra. 

View this post on Instagram

A post shared by Jonah Hill (@jonahhill)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.