Púað á Harry og Meghan

Harry og Meghan virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá …
Harry og Meghan virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá mörgum Bretum. AFP

Púað var á Harry prins og Meghan þegar brot úr viðtali þeirra við Opruh Winfrey var sýnt á bresku sjónvarpsverðlaununum (National Television Awards) sem fram fóru í gær. 

Verið var að kynna stærstu sjónvarpsaugnablik ársins og sýnt var myndskeið þar sem sjá mátti meðal annars brot úr viðtalinu margfræga. Búið heyrðist ekki í útsendingunni en þeir sem voru viðstaddir staðfesta að hávær bú fylltu salinn um leið og parið birtist á skjánum. 

„Það var líkt og þau væru algjörir skúrkar,“ sagði einn sem var í salnum í samtali við Daily Mail.

Margar helstu stjörnur Bretlands eru jafnan viðstaddar þegar verðlaunin eru afhent og því má draga þær ályktanir að Harry og Meghan eigi ef til vill ekki upp á pallborðið hjá hinum ríku og frægu í Bretlandi um þessar mundir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.