Segir bandarískar verðlaunahátíðir fullar af hatri

Ed Sheeran á MTV VMA verðlaunahátíðinni á sunnudag.
Ed Sheeran á MTV VMA verðlaunahátíðinni á sunnudag. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er ekki hrifinn af andrúmsloftinu sem myndast á verðlaunahátíðum í Bandaríkjunum. Í viðtali eftir MTV VMA verðlaunahátíðina síðustu viku sagði hann að samkeppnin á hátíðunum væri óheilbrigð. 

„Herbergið er fullt af fyrirlitningu og hatri gagnvart öllum öðrum, og þetta er frekar óþægilegt andrúmsloft,“ sagði Sheeran í viðtali við Juliu í The Julia Show. 

Hann sagði að ekki ætti við kollega hans í tónlistarbransanum að sakast heldur samhengið og grúppíur fræga fólksins. 

„Allir listamennirnir eru yndislegar manneskjur, en þeir eru umkringdir fólki sem vill sjá það vinna. Þannig það er einn listamaður umkringdur 10 manns, og annar umkringdur 10 manns og allir gefa hvor öðrum hornauga,“ sagði Sheeran. 

Sheeran bætti við að VMA hátíðin sé ekki einstök hvað þetta varðar, svona sé stemningin á öllum verðlaunahátíðinum og nefndi Grammy verðlaunahátíðina, Billboard verðlaunin og bandarísku tónlistarverðlaunin. 

Í heimalandi hans Bretlandi er stemningin ekki sú sama að hans mati. „Í Bretlandi, þá detta bara allir í það og öllum er í raun sama hverjir vinna og hverjir tapa, þetta er bara skemmtilegt kvöld,“ sagði Sheeran sem hefur unnið ein 117 verðlaun, þar á meðal fjögur Grammy verðlaun. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.