Maður Fords til 35 ára látinn

Tom Ford.
Tom Ford. AFP

Eiginmaður fatahönnuðarins Toms Fords, Richard Buckley, er látinn 72 ára að aldri. Buckley var tískublaðamaður en þekktastur fyrir að vera eiginmaður Fords. Buckley lést eftir veikindi á sunnudaginn að því fram kemur í tilkynningu frá Ford á vef Vogue

„Richard fór friðsamlega á heimili þeirra í Los Angeles í gærkvöldi,“ sagði í tilkynningunni sem var send út í gær. Tom Ford og sonur þeirra Jack voru hjá Buckley þegar hann lést. 

Ford sem er sextugur kynntist Buckley á tískusýningu árið 1986. Hjónin gengu loksins í hjónaband árið 2014. Saman eiga þeir einn son sem kom í heiminn árið 2012 með hjálp staðgöngumóður. 

Tom Ford.
Tom Ford. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.