Ráðlagt að taka því rólega næstu tvær vikur

Elísabet Bretlandsdrottning.
Elísabet Bretlandsdrottning. AFP

Læknar hafa ráðlagt Elísabetu Bretlandsdrottningu að taka því rólega næstu tvær vikurnar og ekki fara í opinberar heimsóknir á veg­um krún­unn­ar. Drottn­ing­in dvaldi eina nótt á sjúkra­húsi í síðustu viku af heilsufarsástæðum.

Á vef BBC  segir að drottningin, sem er 95 ára, muni þó sinna einföldum verkefnum líkt og að koma fram á fjarfundum. Þá sé hún staðföst í að taka þátt í minningarathöfn 14. nóvember þegar Bretar minnast þeirra sem tóku þátt í síðari heimsstyrjöldinni. 

Drottningin átti að vera viðstödd lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow sem hefst á sunnudag en í staðinn mun hún ávarpa ráðstefnuna á upptöku. 

Drottn­ing­in sinn­ir störf­um sín­um í gegn­um fjar­funda­búnað.
Drottn­ing­in sinn­ir störf­um sín­um í gegn­um fjar­funda­búnað. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram. Dragðu inn andann áður en þú bregst við gagnrýni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram. Dragðu inn andann áður en þú bregst við gagnrýni.