Omar Souleyman handtekinn

Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman á Nóbelsverðlaunahátíðinni í Ósló.
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman á Nóbelsverðlaunahátíðinni í Ósló. AFP

Tyrkneska lögreglan handtók sýrlenska tónlistarmanninn Omar Souleyman í gær og yfirheyrði vegna meintra tengsla hann við herskáa Kúrda. Umboðsmaður hans greindi AFP-fréttastofunni frá þessu.

Souleyman hefur notið alþjóðlegrar hylli fyrir melódíska blöndu sína af dans- og þjóðlagatónlist. Hann hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Björk og Damon Albarn. Soyleyman kom fram þegar Nóbelsverðlaunin voru afhent í Ósló í desember 2013. Hann kom einnig fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sama ár. 

Myndband við lag hans „Warni Warni“ hefur verið skoðað næstum 95 milljón sinum á YouTube.  

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.

Souleyman var færður til yfirheyrslu í tyrknesku borginni Sanliurfa, þar sem hann hefur starfrækt bakarí síðan hann flúði stríðið í Sýrlandi árið 2011, að sögn umboðsmannsins.

Hann var yfirheyrður vegna frétta í tyrkneskum fjölmiðlum um að hann hefði tengsl við Verkamannaflokk Kúrda (PKK), sem hefur verið lýst sem hryðjuverkasamtökum af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu.

PKK hefur átt í áratugalöngum bardögum við hersveitir tyrkneska ríkisins sem hafa orðið tugum þúsunda manna að bana.

Umboðsmaðurinn bjóst við því að Souleyman yrði leystur úr haldi samdægurs. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu samt að hann hafi verið handtekinn eftir að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur honum fyrir „aðild að hryðjuverkasamtökum“. Þúsundir Tyrkja hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir slíkt síðastliðinn áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson