Williams skellti sér á tónleika Bjarkar

Jessie Williams fór í Sky Lagoon og á tónleika Bjarkar …
Jessie Williams fór í Sky Lagoon og á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Hörpu.

Leikarinn Jesse Williams, sem nú er staddur á Íslandi, fór á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Orkestral, í Hörpu á mánudagskvöld. Williams birti myndband af tónleikunum í sinni nýjustu færslu á Instagram. 

Williams er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk Dr. Jackson Avery í þáttunum Grey's Anatomy. Leikarinn virðist hafa komið víðsvegar við á suðvesturhorninu af síðustu tveimur færslum á Instagram að dæma. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.