Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna kynnt

Hljómsveitin Gróa sem hlaut Kraumsverðlaun árið 2019.
Hljómsveitin Gróa sem hlaut Kraumsverðlaun árið 2019. Ljósmynd/Aðsend

21 hljómsveit og listamenn voru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í dag á degi íslenskrar tónlistar, meðal annars Birnir, Sóley, BSÍ, Skrattar, Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson.

Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Dómnefndin hlustaði á hátt í fjögur hundruð hljómplötur og útgáfur sem komu út hérlendis á árinu við val sitt. Hún mun nú velja sex breiðskífur af þeim sem nú hafa verið tilnefndar er hljóta munu Kraumsverðlaunin 2021.

Tilnefningarnar má sjá hér:

 • Eva808 – Sultry Venom
 • Sucks to be you, Nigel - Tína blóm
 • Sóley – Mother Melancholia
 • Bára Gísladóttir/Skúli Sverrisson - Caeli
 • Supersport! - Tveir Dagar
 • Tumi Árnason - H L Ý N U N
 • BSÍ - Stundum þunglynd ...en alltaf andfasísk
 • Inspector Spacetime - Inspector Spacetime
 • Hush - Blackheart
 • Skrattar - Hellraiser IV
 • Hist og – Hits of
 • Drengurinn fengurinn - Strákurinn fákurinn
 • Pínu Litlar Peysur - PLP EP
 • Nonnimal - Hverfisgata
 • Ægir Sindri Bjarnason – The Earth Grew Uncertain
 • Elli Grill - Púströra fönk
 • Countess Malaise - Maldita
 • Mikael Máni - Nostalgia Machine
 • Ekdikesis - Canvas Of A New Dawn
 • Birnir - Bushido
 • Slummi - ndm
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.