West sagður elta Kardashian á röndum

Kim Kardashian og Kanye West árið 2019.
Kim Kardashian og Kanye West árið 2019. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður elta raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian þrátt fyrir að vera kominn með nýja kærustu, leikkonuna Juliu Fox. Kardashian sótti um skilnað fyrir tæpu ári eftir langan aðdraganda. West gefst þó ekki upp. 

West, sem breytti nafninu sínu nýlega í Ye, flaug til Miami á gamlársdag. Tónlistarmaðurinn var handviss um að Kardashian væri þar með kærasta sínum, grínistanum Pete Davidson. Davidson var kynnir á viðburði í Miami með söngkonunni Miley Cyrus. Kardashian var hins vegar heima í Kaliforníu með börnum þeirra. 

„Kim ætlaði til Miami með Pete yfir áramótin en Kanye var allt í einu með óundirbúna sýningu þar,“ sagði heimildarmaður Page Six. Auðvitað hitti hann nýju kærustuna sína þar, Juliu Fox, og hefur gert mikið úr því að auglýsa sambandið.“

Í byrjun janúar fóru Kardashian og Davidson saman í frí til Bahamaeyja. Samkvæmt heimildum ætluðu skötuhjúin upphaflega til Dóm­in­íska lýðveld­is­ins. Þegar West fékk veður af því breyttu þau ferðaplönum sínum. 

West keypti einnig húsið á móti henni og var Kardashian allt annað en sátt að sögn heimildarmanns. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.