Fjölmiðlamenn klöppuðu fyrir Systrum

Það var klappað fyrir Systrum í blaðamannahöllinni í Tórínó í …
Það var klappað fyrir Systrum í blaðamannahöllinni í Tórínó í dag. EBU/Nathan Reinds

Systur luku nýverið við sína fyrstu æfingu í PalaOlimpico í Tórínó á Ítalíu í dag. Fjölmiðlamenn klöppuðu fyrir Systrunum þegar þær luku við lag sitt en ekki eru öll lönd svo heppin að það sé klappað fyrir þeim hér í fjölmiðlahöllinni. Systur virðast því vera búnar að heilla erlenda, sem og íslenska upp úr skónum. 

Framundan hjá Systrunum er önnur æfing í kvöld, og er sú æfing öllru mikilvægari því hún er fyrir dómara keppninnar. Í viðtali fyrr í dag sögðust Systurnar vera frekar stressaðri fyrir kvöldinu heldur en æfingunni sem þær voru að ljúka við, en að allar æfingar fram að keppni væru mikilvægar.

Á morgun er síðasta rennsli fyrir stóru stundina og þá mega Systurnar bjóða gestum sínum á æfinguna og því verða fleiri í höllinni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.