Mega vera stoltar sama hvernig fer

Steinunn Björk Bragadóttir, fyrrum stjórnarmeðlimur FÁSES, er í góðum gír …
Steinunn Björk Bragadóttir, fyrrum stjórnarmeðlimur FÁSES, er í góðum gír í Tórínó á Ítalíu. mbl.is/Sonja Sif

Steinunn Björk Bragadóttir fyrrum stjórnarmeðlimur í FÁSES segist vera bjartsýn fyrir morgundeginum og að atriði Systranna koma vel út. Hún hefur fylgst með æfingum Systranna á netinu og segir áhorfendur eigi von á góðu. 

„Mér líst bara ótrúlega vel á þær. Ég er búin að sjá atriðið og þetta er bara ótrúlega flott hjá þeim. Þetta kemur vel út. Hvernig þær nota ljósin og litina og myndatakan, það er það sem skiptir miklu máli. Þær eru eiginlega ekkert búnar breyta miklu frá því í undankeppninni, bara gera það stærra og flottara. Mér finnst það ótrúlega flott, og ég get alltaf viðurkennt ef mér finnst íslenska atriðið ekki flott,“ segir Steinunn í samtali við blaðamann í garðinum fyrir utan PalaOlimpico höllina í Tórínó. 

„Þær geta allavega gengið stoltar frá borði sama hvernig fer,“ sagði Steinunn.

Steinunn hefur skemmt sér gríðarlega vel undanfarna daga og sér fram á enn meiri veislu næstu daga. Í gærkvöldi hittust fjöldi Eurovisionaðdáenda í Eurovisionpartí sem ástralskur OAGE meðlimur skipulagði, en OAGE eru stærstu félagasamtök Eurovisionaðdáanda í heimi.

Þetta er fimmta Eurovisionkeppnin sem Steinunn fer á og segir hún ítalska óskipulagið ekki koma á óvart. 

„Það er allt rosa mikið í lausu lofti og virðist sem Ítalirnir hafi ekki alveg vitað hvað þeir voru að fara út. En þetta er skemmtilegt og drepur ekki Eurovisionstemninguna. Við máttum kannski vita hvað við vorum að fara út í þegar Ítalía vann Eurovision á síðasta ári,“ segir Steinunn.

Steinunn segir atriði Systra líta mjög vel út fyrir stóra …
Steinunn segir atriði Systra líta mjög vel út fyrir stóra kvöldið. AFP

Úkraína vinni á morgun

Úkraínu er spáð góðu gengi á morgun og eru í fyrsta sæti í veðbönkum. Steinunn segist alveg sjá fyrir sér að Úkraína fari alla leið í Eurovision. En hvað gerist ef Úkraína vinnur?

„Ég hef heyrt út undan mér, að ef þeir vinna á laugardaginn verði strax farið í að finna annað land til að halda keppnina. Bretland og Þýskaland koma sterklega til greina,“ segir Steinunn. Spurð hvort Ísland geti ekki boðið fram hjálp sína segir Steinunn að Þýskaland eða Bretland yrði valið.

Ef Bretar fá að halda keppnina í staðin fyrir Úkraínu segir hún líklegast að keppnin yrði haldin í Manchester. „Þið heyrðuð það fyrst hér,“ segir Steinunn. Framlag Breta í ár er talsvert betra en síðastliðinn áratug, en

„Ég veit samt til þess að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva langar til að halda keppnina á Íslandi til þess að sýna fram á að svona lítil þjóð geti haldið keppnina. En það yrði alltaf með mikilli hjálp frá EBU.“

Hljómsveitin Kalush keppir fyrir hönd Úkraínu í ár. Þeim er …
Hljómsveitin Kalush keppir fyrir hönd Úkraínu í ár. Þeim er spáð sigri í veðbönkum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson