Ungt fólk skrautfjaðrir stjórnmálaflokka

Ungir borgarfulltrúar miðað við síðustu kosningar.
Ungir borgarfulltrúar miðað við síðustu kosningar. Samsett mynd

Vöntun er á ungu fólki í efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Helstu málefnin sem brenna á ungu fólki eru loftslagsmál, leikskólamál, húsnæðismál og íþróttamál. Þetta segja Júlíus Viggó Ólafsson framkvæmdarstjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Viktor Ingi Lorange varaforseti Landssambands ungmennafélaga, í samtali við mbl.is.

Af þeim 55 sem skipa efstu fimm sæti framboða stjórnmálaflokkanna í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík er einungis að finna 13 ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára. Það gerir um 23% frambjóðenda í þessi efstu sæti, en ef jöfn dreifing ætti að vera á frambjóðendum frá 18 ára upp í 75 ára ætti fjöldi ungs fólks að vera um 30%. 

Allir flokkar utan Flokks fólksins og Samfylkingarinnar treysta ungu fólki á aldrinum 18 til 35 ára til að sitja í allavega einu af efstu fimm sætum lista sinna. Þrír flokkar treysta ungu fólkitil að skipa oddvitasætið en það eru Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Sósíalistaflokkur. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur treysta ungmennum í annað sætið.

Viktor Ingi Lorange (LUF), og Júlíus Viggó Ólafsson (SÍF).
Viktor Ingi Lorange (LUF), og Júlíus Viggó Ólafsson (SÍF). Samsett mynd

Ekkert ungt fólk hjá Samfylkingu

Ef miðað er við núverandi fjölda borgarstjórnarsæta flokkanna sést að fjórir borgarfulltrúar væru á aldrinum 18 til 35 ára. Það eru þær Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, og þær Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta þýðir að ef fylgi síðustu kosninga er skoðað myndi annar af tveimur borgarfulltrúum Pírata vera ungt fólk, eða helmingur. Tveir fulltrúar ungs fólks frá Sjálfstæðisflokki og svo allur borgarstjórnarflokkur Sósíalista, sem er heill borgarfulltrúi.  

Á lista Samfylkingarinnar er engin ungur frambjóðandi sem kæmist inn ef skoðuð eru þau sjö sæti sem flokkurinn hefur nú. Það sama má segja um Miðflokk, Flokk Fólksins, Viðreisn og Vinstri Græn. 

Gæti orðið yngsti borgarfulltrúi sögunnar

Magnea Gná Jóhannsdóttir, sem skipar þriðja sæti Framsóknarflokksins er í baráttusæti þegar skoðanakannanir undanfarinna vikna eru skoðaðar og gæti náð inn. Ef Magnea nær sætinu verður hún yngsti borgarfulltrúi sögunnar og slær þar með met Sönnu Magdalenu, en Sanna varð í síðustu kosningum yngst allra til að komast í borgarstjórn þegar hún sló met Davíðs Oddssonar. Magnea verður á kjördag 25 ára og 41 dags gömul.

Vantar ungt fólk í borgarstjórn

Viktor Ingi segir vanta ungt fólk á framboðslista flokkana og þá aðallega í efstu sætin. Margir flokkar státa sig af því að treysta ungu fólki sem er þó hvergi að finna í efstu sætum listana. „Ef flokkar vilja vera með fjölbreyttari lista þá verður að hafa ungt fólk við borðið og í dag er ungt fólk bara skrautfjaðrir.“

Hann segir að áhuginn sé minni hjá ungu fólki þegar kemur að sveitastjórnarkosningum heldur en þingkosningum. Sem sé varhugavert og er það baráttumál Landssambands ungmennafélaga að lækka kosningaaldur.

Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema halda úti vefsíðunni Ég kýs fyrir allar þingkosningar. Viktor kallar eftir meiri stuðningi frá stjórnvöldum svo hægt sé að halda verkefninu áfram í sveitastjórnarkosningum líkt og gert er á öðrum Norðurlöndum.

Vöntun er á ungu fólki í ráðhúsi Reykjavíkur.
Vöntun er á ungu fólki í ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir íþróttamál mikilvæg

Júlíus Viggó segir að það fólk sem mikinn áhuga hafi á stjórnmálum muni skila sér á kjörstað en það sé gömul saga og ný að ungmenni láti sig stjórnmál minna varða. Þau sé í raun ekki fyrr en ungt fólk fari út á húsnæðismarkaðinn eða bíði eftir leikskólaplássi sem þeim renni blóðið til skyldunnar og kjósi. Hann reiknar ekki með því að kjörsókn ungmenna sé frábrugðin því sem vant er.

„Við finnum fyrir því að íþróttamál eru mikilvæg hjá ungu fólki í þessum kosningum. Það er það sem ég finn fyrir að sé mest í umræðunni og ungt fólk láta sig varða málefni íþróttafélaganna. Svo eru það unga fjölskyldufólkið sem komið er á leigumarkaðinn og lætur sig leikskólamál varða,“ segir Júlíus Viggó.

Lofstlagsmál eru mikilvæg. Mynd af loftslagsmótmælum á Austurvelli.
Lofstlagsmál eru mikilvæg. Mynd af loftslagsmótmælum á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sammála um mikilvægi umhverfismála

Bæði Viktor og Júlíus nefna umhverfis- og loftslagsmál sérstaklega og segja mikilvægi þeirra mikið. Viktor segir: „Maður finnur að loftslagsmál og sjálfbærni séu hitamál hjá ungu fólki og að kallað sé eftir því að framboð færi fram alvöru lausnir í þeim málum innan sinna sveitarfélaga.“

Júlíus segir einnig að umhverfismál séu stækkandi þáttur í pólitískri umræðu og er það málaflokkur sem ungt fólk og ungmenni láta sig hvað mest varða. „Fyrir kosningarnar í haust voru umhverfismálin stór þáttur umræðunnar. Umhverfismálin eru kannski ekki beint sveitarstjórnarmál en við eigum eftir að sjá hvað gerist. Þetta er að verða meira áberandi í umræðunni núna.“  

Viktor segir að auk loftlagsmála séu það samgöngumál og húsnæðismál sem brenni á ungu fólki. Ungt fólk vilji búa í borg þar sem samgöngur séu góðar og ungu fólki bjóðist almennilegt húsnæði á viðráðanlegu verði.

„Við erum í samkeppni við aðrar borgir um ungt fólk. Við þurfum sex þúsund sérfræðinga til að halda uppi nýsköpun í landinu og ungt fólk eru sérfræðingar framtíðarinnar. Ef við bjóðum ekki almennilegt húsnæði mun vanta hérna sérfræðinga,“ segir Viktor Ingi. 

Taka má fram að Viktor Ingi sat áður í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og Júlíus Viggó er virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. 

Leikskóliamál liggja á ungu fólki.
Leikskóliamál liggja á ungu fólki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson