Stranger Things slær öll met

Stranger Things nýtur mikilla vinsælda.
Stranger Things nýtur mikilla vinsælda. AFP

Fjórða þáttaröð Stranger Things sem streymisveitan Netflix framleiðir hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur síðan hún kom út. Alls hefur henni verið streymt i 286,7 milljónir klukkustunda.

Sló hún met þáttanna Bridgerton sem var streymt í 193 milljón klukkustundir þegar hún kom út í mars á þessu ári.

Þáttaröðin er líka í fyrsta sæti á vinsældarlistum í 83 löndum og í efstu tíu sætunum í öllum 93 löndunum sem Netflix fylgist með. 

Stjórnendur Netflix anda því sennilega aðeins léttar en undanfarnar vikur, en streymisveitan hefur tapað viðskiptavinum og gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hríðfallið.

Fjórða þáttaröðin af Stranger Things kemur í tveimur hlutum þetta sumarið. Fyrstu sjö þættirnir komu 27. maí síðastliðinn og síðustu tveir þættirnir fara í loftið hinn 1. júlí næstkomandi. 

Stranger Things er ein vinsælasta þáttaröð sem Netflix framleiðir. Fyrsta serían kom út árið 2016 og hafa vinsældir þáttanna aukist jafnt og þétt. Í dag eru framleiddir tölvuleikir, skyndibitar og lífstílsvörur undir merkjum þáttaraðanna auk sem það er til skemmtigarður í anda þáttanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes