Ásgeir Trausti á afmæli í dag og fagnar því með plötu

Ásgeir Trausti fékk góða útrás með Bastarði.
Ásgeir Trausti fékk góða útrás með Bastarði. Ljósmynd/Styrmir Kári

Plata söngvarans Ásgeir Trausta Dýr í dauðaþögn er 10 ára í dag. Glæsileg afmælisútgáfa af plötunni kemur út í dag á afmælisdegi söngvarans, 1. júlí. Platan hans sló í gegn þegar hún kom út árið 2012 og nú er hægt að kaupa afmælis útgáfuna á bæði vínyl og geisladisk. Þessi útgáfa af plötunni inni heldur fjögur auka lög og þarf af tvö sem eru óútgefin.

Lögin á listanum gætu kallað fram minningar hjá hlustendum en platan seldist á sínum tíma í yfir 40.000 eintökum. Ásgeir stimplaði sig inn í hjörtu landsmanna á sínum tíma með ljúfum tónum. Lögin hans á vinsældar listum og mikið spiluð á útvarpsstöðum landsins.

Lagalisti

1. Hærra

2. Dýrð í dauðaþögn

3. Sumargestur

4. Leyndarmál

5. Hljóða nótt

6. Nýfallið regn

7. Heimförin

8. Að grafa sig í fönn

9. Samhljómur

10. Þennan dag

Aukalög

11. Stormurinn

12. Frost

13. Frá mér til ykkar

14. Nú hann blæs

Ásgeir Trausti ætlar að fagna þessum tímamótum enn frekar og verður með tónleika í Eldborg Hörpu þann 27. ágúst.   

Hægt er að kaupa afmælisútgáfuna á vínul í bæði svörtum …
Hægt er að kaupa afmælisútgáfuna á vínul í bæði svörtum og grænum lit.
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut.