Verðlaun fyrir leik í Hjartasteini og Berdreymi

Stilla úr Hjartasteini. Til vinstri er Baldur Einarsson og til …
Stilla úr Hjartasteini. Til vinstri er Baldur Einarsson og til hægri er Blær Hinriksson. Skjáskot/Hjartasteinn

Leikarinn Blær Hinriksson hlaut í gær verðlaun á Sarajevo kvikmyndahátíðinni fyrir leik sinn í kvikmyndunum Hjartasteini og Berdreymi. Frá þessu greindi faðir hans í færslu á Facebook.

„Hér á kvikmyndahátíðinni Sarajevo hefur fólk tjáð sig á mjög svo áhrifaríkan hátt um þessi verk. Mariano Biasin leikstjóri sagði í hátíðarræðu að Hjartasteinn hafi haft svo víðtæk áhrif á sig að nýjasta mynd hans sé endurkast af henni. Auðvitað erum við stolt af syni okkar og íslenskri kvikmyndagerð,“ skrifar Hinrik Ólafsson, faðir Blæs, á Facebook.

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrði báðum myndunum sem Blær lék í. Í samtali við mbl.is segir hann að verkunum hafi gengið afar vel á kvikmyndahátíðum og hafa þær m.a. unnið til verðlauna í Þýskalandi, Póllandi, Mexíkó, Rúmeníu, Slóveníu og Ítalíu.

Þá hrósar hann Blæ og segir hlutverk hans í myndunum hafa verið afar ólík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Arnaldur Indriðason
4
Ann Cleeves
5
Viveca Sten
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Arnaldur Indriðason
4
Ann Cleeves
5
Viveca Sten