Undirbúningur hafinn fyrir tökur á Íslandi

Jodie Foster fer með eitt af aðalhlutverkunum í True Detective: …
Jodie Foster fer með eitt af aðalhlutverkunum í True Detective: Night Country. AFP

Starfsfólk á vegum sjónvarpsstöðvarinnar HBO er komið til Íslands til þess að hefja undirbúning fyrir tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Mikil vinna er fyrir höndum en áður en tökur hefjast þarf að finna réttu tökustaðina. 

Staðfest var í maí á þessu ári að fjórða sería True Detective yrði gerð, en fyrri þáttaraðir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim.

Greint var frá því á mbl.is í júní að þáttaröðin yrði tekin upp á Íslandi.

Tökur hefjast í október og standa yfir fram í mars á næsta ári, en ráðgert er að þáttaröðin fari í loftið síðar sama ár.

Í fjórðu þáttaröðinni, sem ber undirtitilinn Night Country, verður tveimur kvenkyns rannsóknarlögreglumönnum fylgt eftir og munu þær Jodie Foster og Kali Reis fara með aðalhlutverkin, að því er fram kemur í umfjöllun Variety. Eiga þættirnir að gerast í Ennis í Alaska í Bandaríkjunum þar sem sex manneskjur hverfa af rannsóknarskipi.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.