Undirbúningur hafinn fyrir tökur á Íslandi

Jodie Foster fer með eitt af aðalhlutverkunum í True Detective: …
Jodie Foster fer með eitt af aðalhlutverkunum í True Detective: Night Country. AFP

Starfsfólk á vegum sjónvarpsstöðvarinnar HBO er komið til Íslands til þess að hefja undirbúning fyrir tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Mikil vinna er fyrir höndum en áður en tökur hefjast þarf að finna réttu tökustaðina. 

Staðfest var í maí á þessu ári að fjórða sería True Detective yrði gerð, en fyrri þáttaraðir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim.

Greint var frá því á mbl.is í júní að þáttaröðin yrði tekin upp á Íslandi.

Tökur hefjast í október og standa yfir fram í mars á næsta ári, en ráðgert er að þáttaröðin fari í loftið síðar sama ár.

Í fjórðu þáttaröðinni, sem ber undirtitilinn Night Country, verður tveimur kvenkyns rannsóknarlögreglumönnum fylgt eftir og munu þær Jodie Foster og Kali Reis fara með aðalhlutverkin, að því er fram kemur í umfjöllun Variety. Eiga þættirnir að gerast í Ennis í Alaska í Bandaríkjunum þar sem sex manneskjur hverfa af rannsóknarskipi.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.