Sjö borgir á lista Eurovision

Sam Ryder var fulltrúi Bretlands í Eurovision á þessu ári …
Sam Ryder var fulltrúi Bretlands í Eurovision á þessu ári og endaði í 2. sæti. AFP

Sjö borgir koma til greina sem gestgjafar Eurovision söngvakeppninnar á næsta ári. Keppnin verður haldin í Bretlandi en höfuðborg landsins, London, er ekki á stuttlistanum yfir þær borgir sem koma til greina. 

Birmingham, Glasgow, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle og Sheffield koma allar til greina. Allar borgirnar eru í norðurhluta Englands eða í Skotlandi. 

Lokavalið verður tilkynnt í haust, eftir að borgirnar hafa greint betur frá því hvernig þær ætla að útfæra keppnina. 

Úkraína vann Eurovision í ár, en vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, verður keppnin haldin í Bretlandi á næsta ári. Þó keppnin muni fara fram í Bretlandi verður hún með úkraínsku ívafi og fær Úkraína sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitakeppninni ásamt stóru löndunum fimm, Bretlandi, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Breska ríkisútvarpið, BBC, mun standa að framleiðslu keppninnar. 

„Við erum búin að bíða í 25 ár eftir því að Eurovision yrði haldið í Bretlandi, þannig ég er mjög spenntur,“ sagði Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar, í viðtali við BBC í dag. 

Eurovision fór fram í Birmingham árið 1998 en aðrar borgir á listanum hafa ekki reynslu af því að halda keppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson