Íslandsvinur ræðir skilnaðinn í fyrsta sinn

Rapparinn Example og fyrirsætan Erin McNaught eru skilin.
Rapparinn Example og fyrirsætan Erin McNaught eru skilin. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinurinn og rapparinn Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, og fyrirsætan Erin McNaught eru skilin eftir 11 ára hjónaband. 

Fyrrum hjónin deildu sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau sögðust hafa skilið fyrir hálfu ári síðan. Example og McNaught eiga tvö börn saman, Evander sem er sjö ára og Ennio sem er fimm ára. 

Vildu ljúka hjónabandinu á góðum nótum

„Í byrjun sumars ákváðum við að skilja. Við áttum ótrúleg 11 ár saman, en aðeins of mikið af ævintýrum. Auðvitað eyddum við miklum tíma í að reyna að átta okkur á hlutunum á bak við tjöldin, en við skynjuðum að kannski væri tíma okkar sem hjón að ljúka. Við höfum ákveðið að fara hvort í sína áttina á meðan enn ríkir mikil ást og virðing á milli okkar,“ skrifuðu þau á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Erin McNaught (@mcnaughty)

Yfir sig hrifinn af Íslandi

Árið 2011 gaf rapparinn út lagið Midnight Run, en í tónlistarmyndbandinu sem tekið er upp hér á Íslandi kemur leikarinn Þorsteinn Bachmann fyrir. Rapparinn var yfir sig hrifinn af landinu og hefur meðal annars talað um fallegu náttúruna, síbreytilega veðrið og hákarlinn á Íslandi. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.