Segja upp viðskiptum við West

Kanye West.
Kanye West. AFP

Bankinn JP Morgan Chase hefur sagt upp viðskiptum sínum við fjöllistamanninn Kanye West og gefið honum frest fram í nóvember til að færa viðskipti sín annað. Mynd af bréfi sem bankinn sendi West var birt á Twitter í gær. 

Stjórnmálaskýrandinn Candace Owens birti bréfið á Twitter. Samkvæmt heimildum BBC sendi bankinn bréfið ekki vegna nýlegra andgyðinglegra ummæla West heldur hinn 20. september síðastliðinn.

West var settur í bann á Twitter og Instagram í vikunni eftir að hafa birt andgyðingleg ummæli á þeim vettvangi. Þá hafa brot úr viðtali hans við Fox News farið á flug þar sem hann hefur uppi andgyðinglega orðræðu, en brotin voru klippt út úr viðtalinu fyrir birtingu, en var lekið á netið. 

Talsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um málið en samkvæmt bréfinu hefur West frest til 21. nóvember til að færa viðskipti sín annað. 

West hafði áður gagnrýnt stjórnendur bankans og sagt að hann hafi ekki fengið samband við bankastjórann Jamie Dimon. Í viðtali við Bloomberg í september sagðist hann ætla að slíta viðskiptasamningum við samstarfsaðila sína. 

Talsmaður West hefur ekki viljað tjá sig um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes