Missti þættina vegna krabbameinsgreiningar

Breski sjónvarpsmaðurinn Jonnie Irwin segist hafa misst þættina A Place …
Breski sjónvarpsmaðurinn Jonnie Irwin segist hafa misst þættina A Place In The Sun af því hann greindist með krabbamein. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsmaðurinn Jonnie Irwin segir að stjórnendur Channel 4 hafi ekki viljað endurnýja samninginn við hann eftir að hann greindist með krabbamein á fjórða stigi. Irwin greindist á meðan hann var að taka upp þættina A Place In The Sun en fékk ekki að halda áfram með þættina eftir að þeirri þáttaröð lauk. 

„Það braut í mér hjartað,“ sagði Irwin sem í kjölfarið ákvað að halda krabbameinsgreiningunni leyndri í tvö ár af ótta við að missa fleiri verkefni frá sér. Irwin sagði frá greiningunni fyrr í nóvember á þessu ári, en krabbameinið sem upphaflega greindist í lifur hefur dreift sér í heila. 

Getur ekki horft á þættina

Hann er þriggja barna faðir og veit ekki hversu langt hann á eftir. Síðustu ár hefur hann einnig verið stjórnandi þáttanna Escape to the Country auk þess sem hann hefur tekið að sér fleiri verkefni. 

„Um leið og ég sagði A Place In The Sun frá greiningunni, þá var mér greitt út þáttaröðinni en samningur minn ekki endurnýjaður. Og þau vissu að ég vildi halda áfram. Það var sárt. Það braut í mér hjartað. Mér fannst þau hafa brugðist mér. Ég get ekki einu sinni horft á þættina í dag,“ sagði Irwin við The Sun.

Irwin hefur unnið mikið frá því hann greindist fyrir rúmlega tveimur árum og gerir það til að halda þakinu yfir fjölskyldu sinni og undirbúa þau fyrir framtíð án hans. 

„Ég er fjölskyldumaður og þarf að sjá fyrir fjölskyldunni minni, en vinnan er mér líka mjög mikilvæg. Ég hugsa minna um krabbameinið þegar ég er að vinna,“ sagði Irwin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Steindór Ívarsson
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Steindór Ívarsson
4
Patricia Gibney