Djammið í Keflavík í uppnámi

Ekki verður hægt að djamma á Lux né Paddy's í …
Ekki verður hægt að djamma á Lux né Paddy's í kvöld, en Lux opnar annað kvöld. Samsett mynd

Helstu skemmtistaðirnir í Keflavík, Lux og Paddy's, eru lokaðir í kvöld. Víðtækar lokanir eru í miðbæ Keflavíkur í dag þar sem tökur á fjórðu þáttaröð True Detective fara fram við Hafnargötu.

Hafnargatan er lokuð frá klukkan 7 til klukkan 3 í nótt og eru allar verslanir við götuna, frá Omnis til Sambíóanna, lokaðar. Skemmtistaðurinn Lux, sem hefur borið hitann og þungann af skemmtanalífinu í Keflavík undanfarin misseri, er lokaður í kvöld en opnar aftur annað kvöld.

Frí frá djamminu eitt kvöld

„Ég held það sé í lagi að gefa fólki frí frá djamminu eitt kvöld,“ segir Óli Geir Jónsson, eigandi Lux, í viðtali við mbl.is. Óli Geir segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast með öllu umstanginu við Hafnargötu síðustu vikuna. Spurður hvort aðalleikkona þáttanna, Jodie Foster, hafi bókað flöskuborð á Lux, sagði hann að svo væri ekki, að minnsta kosti hingað til.

Paddy's hefur verið lokaður síðan 21. nóvember og er um þessar mundir hluti af leikmynd þáttanna eins og mbl.is sagði frá í vikunni. Djammþyrstir íbúar Reykjanesbæjar gætu því þurft að sækja djammið heim í höfuðborginni eða fara að ráðum Óla Geirs og taka sér frí eitt kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav