Ná saman en ekki byrjuð saman

Robin Wright og Sean Penn árið 2009.
Robin Wright og Sean Penn árið 2009. REUTERS

Leikarahjónin fyrrverandi Sean Penn og Robin Wright hafa sést verja tíma saman að undanförnu. Hollywood-stjörnurnar eru þó ekki byrjaðar saman aftur og eru báðar einhleypar. 

„Þau eru bæði einhleyp og kemur vel saman,“ segir heimildarmaður People. „Sean hefur alltaf sagt að Robin sé ástin í lífi sínu. Hann sér eftir ýmsu sem átti sér stað í hjónabandi þeirra. Hann nýtur þess að verja tíma með henni.“

Penn og Wright sáust saman á flugvelli í Los Angeles í síðustu viku. Í þessari viku sáust þau hittast í Los Angeles. Áður en nýjustu fundir þeirra áttu sér stað höfðu þau ekki verið mynduð saman síðan árið 2017. 

Sean Penn og dóttirin Dylan Penn. Dóttir hans og Robin …
Sean Penn og dóttirin Dylan Penn. Dóttir hans og Robin Wright. AFP

Penn gekk frá skilnaði sínum við Leilu George í apríl í fyrra. Wright hins vegar sótti um skilnað frá Clément Giraudet í september í fyrra eftir fjögurra ára hjónaband. Penn og Wright byrjuðu að hittast árið 1989 og voru sundur og saman í nokkur ár. Þau gengu í hjónaband 1996. Þau eiga saman tvö börn sem eru 29 ára og 31 árs. Þau skildu árið 2010. 

Robin Wright.
Robin Wright. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir