Moggann með morgunkaffinu

Helga Gröndal hefur lifað tímana tvenna.
Helga Gröndal hefur lifað tímana tvenna. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Helga Gröndal er komin á tíræðisaldur og hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í rúm 70 ár. Viðtal Ásdísar Ásgeirsdóttur við hana birtist í Sunnudagsblaðinu og rekur hún þar viðburðaríka ævi og hvernig var að koma undir sig fótunum um miðja 20. öldina. Hún segir að Morgunblaðið sé ómissandi með Morgunkaffinu.

„Við hjónin vorum áskrifendur alveg frá því að við giftum okkur árið 1952. Mamma og pabbi voru líka alltaf áskrifendur og okkur fannst það sjálfsagt að halda því áfram. Þetta var eina blaðið af viti. Það voru auðvitað Tíminn og Þjóðviljinn en við vorum ekki vinstrisinnuð og keyptum bara Moggann. Og höfum aldrei sagt honum upp!“ segir Helga og segist vilja fá sitt blað á morgnana.

„Ég vil hafa blaðið í höndunum með morgunkaffinu. Ég hef fylgst vel með og les allt sem þú skrifar!“ segir Helga og blaðamaður þakkar vel fyrir það.

Hvað er það helst sem vekur áhuga þinn í Mogganum?

„Ég les allar fréttirnar og fylgist afskaplega vel með alþjóðamálunum. Svo allt sem er skemmtilegt; allt sem er í Sunnudagsblaðinu. Ég les þetta allt saman. Svo er ég að ráða krossgátuna og það getur tekið mig hálfa vikuna. Þær eru orðnar svolítið erfiðar núna og oft koma fyrir orð sem eru ekki einu sinni í orðabók!“ segir hún.

„Það er auðvitað uggvænlegt ástand í heiminum; alveg hræðilegt. Það er mikið af neikvæðum fréttum og mætti vera meira af því jákvæða.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson