Mætti til yfirheyrslu í hæstarétt Lundúna

Harry prins mætti í hæstarétt Lundúna.
Harry prins mætti í hæstarétt Lundúna. AFP

Harry prins mætti óvænt til yfirheyrslu í hæstarétti Lundúna vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur blaðaútgefanda sem hann ásakar um ólöglega upplýsingaöflun. 

Fram kemur á vef AFP að Harry hafi mætt í fyrstu yfirheyrslu fyrir dómstólum í málsókn sem hann ásamt sex öðrum áberandi einstaklingum, meðal annars Doreen Lawrence og Elton John, hafa höfðað gegn Associated Newspaper vegna meintra símahlerana og annarra brota á friðhelgi einkalífsins. 

Lögfræðingur þeirra gaf út yfirlýsingu á síðasta ári þar sem hann fullyrtu að þau hefðu „sannfærandi og mjög átakanleg sönnunargögn“ um að þau hafi verið fórnarlömb „viðbjóðslegrar glæpastarfsemi og grófra brota á friðhelgi einkalífsins“ af útgefanda Mail, Mail on Sunday og MailOnline.

Associated Newspaper hefur lýst ásökununum sem „svívirðilegum“ og telja þær vera „skipulagða tilraun til að draga Mail-miðlana inn í símahlerunarhneykslið“ sem kom fyrst upp árið 2006. Þá höfðu blaðamenn ráðist inn í talhólf konungsfjölskyldunnar og notað upplýsingar þaðan við fréttaöflun sína.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir