Kominn með nýja tveimur mánuðum eftir skilnaðinn

Eru Joshua Jackson og Lupita Nyong'o nýjasta parið í Hollywood?
Eru Joshua Jackson og Lupita Nyong'o nýjasta parið í Hollywood? Samsett mynd

Leikarinn Joshua Jackson virðist vera með augastað á nýrri konu, Óskarsverðlaunaleikkonunni Lupita Nyong'o.

Aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því leikkonan Jodie Turner-Smith sótti um skilnað frá Jackson, en þau höfðu verið gift í tæplega fjögur ár. Þau kynntust árið 2018 í afmælisveislu leikkonunnar og trúlofuðu sig tæplega ári síðar. Þau gengu í hjónaband í desember 2019 og eignuðust dóttur í apríl 2020. 

Jackson og Nayong'o sáust á stefnumóti í Joshua Tree í Kaliforníu á dögunum þar sem þau gengu hönd í hönd. Af myndum að dæma sem birtust á TMZ virtust þau vera mjög heit hvort fyrir öðru.

Myndirnar birtust rúmri viku eftir að þau sáust saman á tónleikum þar sem þau töluðu mikið saman, sungu og dönsuðu. Daginn eftir skrifaði Nyong'o færslu á Instagram þar sem hún tilkynnti sambandsslit sín og Selema Maskela eftir rúmlega tíu mánaða samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar