Angelina Jolie lamaðist í andlitinu

Angelina Jolie upplifði mikla streitu í kjölfar skilnaðarins. Svo mjög …
Angelina Jolie upplifði mikla streitu í kjölfar skilnaðarins. Svo mjög að hálft andlitið lamaðist. AFP

Angelina Jolie segir að hún hafi fengið Bell´s palsy eða andlitslömun vegna skilnaðarins við Brad Pitt. Álagið hafi verið gríðarlegt og streitan hafi brotist út með þessum hætti. Þetta kemur fram í viðtali við Jolie í tímaritinu WSJ.

Bell´s palsy er taugasjúkdómur sem lamar tímabundið annan helming andlitsins.

„Líkaminn minn ræður illa við mikla streitu. Blóðsykur minn fer upp og niður. Svo fékk ég skyndilega andlitslömun sex mánuðum fyrir skilnaðinn,“ segir Jolie.

„Konur sem eiga fjölskyldur eiga það til að setja sig í síðasta sætið alveg þar til það hefur áhrif á heilsu þeirra,“ segir Jolie en hún vann á lömuninni með nálastungumeðferðum.

Sjö ár eru liðin frá skilnaði hennar og Brads Pitts og segist hún hafa varið þeim tíma að mestu heima og forðast verkefni sem draga hana frá fjölskyldunni.

„Í dag myndi ég ekki gerast leikkona. Kannski á sviði en ekki í Hollywood. Þegar ég var að byrja var líf leikara ekki svona opinbert og ekki gerð svona mikil krafa um að deila öllu með öllum,“ segir Jolie sem ætlar að flytja frá Hollywood um leið og hún getur.

„Skilnaðurinn gerði það að verkum að ég er eiginlega föst hérna. Ég get ekki lengur lifað og ferðast eins og mér þóknast. Um leið og ég get þá mun ég flytja,“ segir Jolie en samningar um umgengi barnanna virðast standa í vegi fyrir að hún flytji. 

„Af öllum stöðum í heiminum þá er Hollywood ekki góður staður. Maður vill meiri heilindi,“ segir Jolie en hún vill verja meiri tíma á heimili sínu í Kambódíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg