Búið spil hjá Beckham og Regan eftir rifrildi

Neistinn er slokknaður á milli Romeo Beckham og Miu Regan.
Neistinn er slokknaður á milli Romeo Beckham og Miu Regan. AFP

Knattspyrnumaðurinn Romeo Beckham og fyrirsætan Mia Regan eru hætt saman eftir fimm ára samband. Þau eru sögð hafa farið hvort í sína áttina í kjölfar rifrilda sem urðu til þess að Regan flutti út af heimili þeirra. 

Bekcham, sem er sonur Victoriu og Davids Beckham, og Regan höfðu verið saman frá árinu 2019, en þau hafa bæði staðfest sambandsslitin á Instagram. „Við Mooch höfum skilið eftir fimm ár af ást, við berum enn mikla virðingu hvort fyrir öðru og höldum enn í sterka vináttu og munum alltaf gera það,“ skrifaði Beckham.

Regan birti einnig færslu á miðlinum þar sem hún sagði þau Bekcham hafa alist upp hvort með öðru síðan þau voru 16 ára, en nú hafi þau þroskast í hvora áttina fyrir sig.

Alvarlegra í þetta skiptið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi parið hættir saman. Í september 2022 hættu þau saman í stuttan tíma eftir þriggja ára samband en tóku aftur saman mánuði síðar. 

„Romeo og Mia lentu í rifrildum ... þau eru ekki saman í augnablikinu. Þau bjuggu saman en Mia hefur greinilega flutt út af heimili þeirra og dvelur nú hjá foreldrum sínum. Þau hafa slitið samvistum áður og náð saman aftur, en í þetta skiptið finnst mér það vera alvarlega – það að Mia flytji út bendir augljóslega til þess að það sé eitthvað meira í gangi,“ sagði heimildarmaður Mirror um sambandsslitin. 

Beckham og Regan hafa verið dugleg að rata í íslenska fjölmiðla síðastliðið ár, en þau virðast vera sérlega hrifin af íslenska merkinu 66° Norður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson